Velkomin á Tröð

Deildarnar á leikskólanum heita eftir staðháttum á Álftanesi og nöfnin þeirra raðast eftir því hvert þær snúa. Deildin okkar heitir Tröð eftir bóndabænum Tröð sem stóð þar sem Hólmatúnið er núna.

Á Tröð skólaárið 2019-2020 eru tveir árgangar, 2014 og 2015.

Dagurinn á Tröð byrjar klukkan 8 með því að börnin fá sér morgunmat. Eftir morgunmatinn förum við í listakrók og frjálsan leik til klukkan 9:30 en þá er samvera þar sem við borðum ávexti. Eftir samveruna förum við í hópastarf eða útiveru og erum við úti til rúmlega 11. Söngstund er fyrir hádegismat en við borðum hádegismat klukkan 11:30. Eftir hádegismatinn er slökun þar sem legið er og hlustað á sögu. Klukkan 13 er útivera eða frjáls leikur og fyrir síðdegiskaffið sem er klukkan 14:30 er stutt samverustund þar sem m.a. er sungið, farið í leiki, æft hljóð og aðrar æfingar. Eftir síðdegiskaffið er markviss málörvun og lesnar sögur fyrir börnin í þeirra hópum, síðan leikum við okkur þangað til mamma eða pabbi koma að sækja okkur.

Við förum öll í íþróttahúsið einu sinni í viku og íþróttahúsið í Ásgarði tvisvar sinnum í mánuði, þar sem áherslan skiptist á boltafærni, þrautabraut, leiki, gólfæfingar og frjálsan leik. Auk þess eigum við salinn í leikskólanum einu sinni í viku þar sem við förum í skipulagðar hreyfistundir með Hildi leikskólakennara. Einu sinni í viku förum í gönguferð út í náttúruna þar sem við getum safnað að okkur ýmsum efnivið sem við síðan getum skoðað betur þegar við komum aftur í leikskólann og notað í listaverkagerð. Boðið er upp á sundkennslu fyrir elsta árgang leikskólans.

Hér fyrir neðan eru fréttir af starfinu á deildinni

© 2016 - 2019 Karellen