news

Aðalfundur foreldrafélagsins

24. 09. 2019

Þriðjudagsmorguninn 24. september var haldinn aðalfundur foreldrafélagsins. Mjög góð mæting var á fundinn en þetta er í fyrsta skipti sem slíkur fundur er haldinn að morgni dags og boðið var upp á kleinur og kaffi/vatn.

Farið var yfir starfsemi foreldrafélagsins sem felur meðal annars í sér að sjá um jólagjafir frá jólasveinunum á jólaballi leikskólans, sjá um sumarhátíð leikskólans, kostnað á rútuferðum yfir veturinn, jólaleikrit, dans- og tónlistarnámskeið og margt fleira. Guðrún Auður gjaldkeri fór yfir fjárhagsstöðu foreldrafélagsins.

Kosið var í nýja stjórn foreldrafélagsins, Kristrún Dröfn Jóhannsdóttir situr áfram sem formaður félagsins, Sigrún Halldóra Andrésdóttir tekur við sem gjaldkeri af Guðrúnu Auði Böðvarsdóttir og Sandra Mjöll Andrésdóttir tekur við af Elvu Dögg Kristjánsdóttur sem ritari. María Jónsdóttir verður áfram varamaður ásamt Matthildi H. Mattíasdóttur.

Í foreldraráði verður áfram María ásamt Þóru Margrét Þorgeirsdóttir.

Við þökkum þeim sem frá víkja úr foreldrafélaginu fyrir samstarfið og bjóðum nýja stjórn velkomna til starfa.

© 2016 - 2020 Karellen