news

Fjöruferð og pylsupartý

31. 07. 2019

Í morgun, miðvikudaginn 31. júlí, eftir ávaxtastund, fóru öll börnin ásamt starfsfólkinu í gönguferð alla leið að Lambhaga. Þar fóru þau í fjöruna að leika með skóflur og fötur, skoðuðu steina og alls kyns skeljar og fleira skemmtilegt.

Eftir að hafa leikið góða stund í fjörunni var farið á leikvöllinn við Lambhaga þar sem hægt var að róla, moka og fleira skemmtilegt.

Eftir góðan göngutúr aftur á Holtakot var pylsupartý, en allir fengu grillaðar pylsur og safa í hádeginu og af því að það var svo hlýtt og gott veður borðuðu allir úti í leikskólagarðinum. Eftir matinn fóru svo allir inn, yngri börnin fóru í hvíld og þau eldri að leika sér í rólegheitum eftir langa og góða útiveru í morgun.

© 2016 - 2020 Karellen