news

Formleg opnun á leikvelli við Vesturtún

21. 11. 2019

Fimmtudaginn 21. nóvember var formleg opnun á nýjum leikvelli við Vesturtún. Fulltrúar frá Garðabæ voru mættir á svæðið ásamt mikilvægasta fólkinu, börnunum. Skólahópsbörnum frá Holtakoti og Krakkakoti var boðið að taka þátt í athöfninni, en skólahópsbörnin á Holtakoti sungu þrjú vel valin leikskólalög. Þau sungu Það er leikur að læra, Í leikskóla er gaman og Vinalag Holtakots. Eftir athöfnina fengu börnin kókómjólk og piparkökur í boði Garðabæjar. Leikvöllurinn er svakalega flottur og á án efa eftir að nýtast börnunum á svæðinu vel.


© 2016 - 2020 Karellen