news

Jólaball á Holtakoti

12. 12. 2019

Fimmtudaginn 12. desember var jólaball á Holtakoti. Allir voru klæddir í sitt fínasta púss og sumir með jólasveinahúfu á höfðinu. Sr. Hans Guðberg mætti ásamt Stuðsveitinni Fjör og spilaði undir á gítar, trommu og harmonikku á jólaballinu.

Börn og starfsfólk hittust í salnum, sungu og dönsuðu í kringum jólatréð sem búið var að skreyta daginn áður.

Þegar búið var að syngja og dansa í nokkra stund mættu þrír jólasveinar í heimsókn til okkar. Þeir tóku þátt í jólaballinu og sungu og dönsuðu í kringum jólatréð. Þegar búið var að syngja og dansa settust börnin niður og sveinarnir drógu fram jólapoka sem lágu undir tréinu.

Upp úr pokunum drógu jólasveinarir fallega pakka fyrir hvert og eitt barn sem þau fengu að opna áður en þau fóru aftur inn á deildina sína. Í pökkunum leyndust fallegar bækur.

Eftir jólaballið fóru allir aftur á deildina sína þar sem boðið var upp á smákökur og mjólkursopa. Í hádeginu var svo jólamaturinn okkar en þá var boðið upp á lambalæri, kartöflur og sósu, rauðkál, baunir og salat með fetaosti.

© 2016 - 2020 Karellen