news

Kveikt á Hirðakertinu

13. 12. 2019

Í morgun, föstudaginn 13. des hittust starfsfólk og börn í salnum í vinastund. Sungin voru nokkur jólalög áður en kveikt var á þriðja aðventukertinu. Aðventukertin heita Spádómakerti, Betlehemskerti og kertið sem kveikt var á í morgun heitir Hirðakerti. Næsta föstudag verður svo kveikt á fjórða og síðasta aðventukertinu sem ber heitið Englakerti.

© 2016 - 2020 Karellen