news

Kveikt á fyrsta aðventukertinu

29. 11. 2019

Aðventan er að ganga í garð og fyrsti sunnudagur í aðventu núna um helgina. Í morgun, föstudaginn 29. nóvember hittust starfsfólk og börn í salnum til að æfa sig fyrir jólaballið og syngja jólalög sem við komum til með að syngja þegar við dönsum í kringum jólatréð. Í lok vinastundarinnar sungu allir "Við kveikjum einu kerti á" um leið og kveikt var á fyrsta aðventukertinu í kransinum okkar.

© 2016 - 2020 Karellen