news

Málað í snjóinn

13. 12. 2019

Snjórinn vekur ávallt mikla gleði hjá börnunum því það er svo margt sem hægt er að gera úti. Í dag, 13. des, fengu börnin á Hliði lánaða matarliti og vatn í brúsum hjá Hafdísi og Heru í eldhúsinu til þess að mála listaverk í snjóinn. Þetta þótti börnunum ótrúlega skemmtilegt og spennandi enda ekki á hverjum degi sem maður fær að mála snjóinn í öllum regnbogans litum.

© 2016 - 2020 Karellen