news

Opið hús og rauður dagur

26. 11. 2019

Fimmtudaginn 28. nóvember verður opið hús á Holtakoti frá kl. 8 til 9.30 og verður leikskólinn komin í jólafötin með tilheyrandi jólaljósum og fíneríi. Þá er foreldrum og öðrum aðstandendum leikskólabarnanna boðið í heimsókn á leikskólann til að skoða jólaföndur barnanna og gæða sér á heitu súkkulaði eða kaffi og smákökum inni á deildum. Börnin í tveimur elstu árgöngum leikskólans sýna helgileikinn í sal leikskólans kl. 8.15. Þennan dag verður einnig rauður dagur og hvetjum við alla til að mæta í einhverju rauðu, með jólasveinahúfu eða í jólapeysu.

© 2016 - 2020 Karellen