news

Vettvangsferð um Álftanes

02. 08. 2019

Föstudagurinn 2. ágúst mættur og veðrið enn og aftur dásamlegt. Það var ekkert verið að hanga inni í þessu yndislega veðri svo ákveðið var að fara í gönguferð um Álftanesið góða. Börnin fóru og heimsóttu hestana fyrir aftan Asparholt og vöktu þeir mikla gleði og kátínu.

Þegar allt brauðið var búið var gönguferðinni haldið áfram sem leið lá á leiksvæðið hjá Álftanesskóla þar sem börnin fengu að leika lausum hala í leiktækjunum á svæðinu. Þau fengu að fara í klifurgrindina, kastalann og allir fengu að fara ferð í aparóluna og skemmtu sér konunglega.

© 2016 - 2020 Karellen