news

Afmælisveisla í nónhressingu

05. 05. 2020

Í síðustu viku, þann 28. apríl átti leikskólinn okkar 14 ára afmæli en þar sem að ástandið var eins og það var og einungis hluti af börnum og starfsfólki mætt á leikskólann var afmælishátíðarhöldum frestað.

þann 4. maí má segja að hafi verið hálfgerður hátíðsdagur hjá okkur þegar allir mættu aftur í rétta rútínu eftir þessa skrítnu tíma. Það var mikil gleði hjá börnunum að fá loksins að hitta alla félagana aftur á deildinni og ekki var gleðin minni hjá starfsfólkinu.

Í dag, þann 5. maí var því boðið upp á skúffuköku í nónhressingunni í tilefni af því að leikskólinn okkar átti afmæli í síðustu viku og til að fagna réttri og kærkominni rútínu.

© 2016 - 2020 Karellen