news

Fjórða aðventukertið tendrað

18. 12. 2020

Í morgun, föstudaginn 18. desember hittust börnin á eldri deildunum í sal leikskólans og kveiktu á fjórða og síðasta aðventukertinu sem ber nafnið Englakerti, sem þýðir að nú styttist heldur betur í hátíð ljóss og friðar. Börnin sungu svo saman Við kveikjum einu kerti á þegar kveikt var á kransinum ásamt fleiri jólalögum áður en þau héldu inn i daginn í leik og starfi.

© 2016 - 2021 Karellen