news

Fyrsta vikan á nýju ári

08. 01. 2021

Gleðilegt nýtt ár! Þá er fyrsta vikan á þessari önn og nýju ári á enda komin. Vikan hefur gengið vel og allir glaðir að komast aftur í rútínu eftir jólahátíðina og við byrjum árið á því að hætta með öll hólf innan skólans sem er mikið gleðiefni. Nú erum við farin að opna aftur á einni deild á morgnana, inni á Seylu, og frá og með næstu viku fara börnin að fara aftur í hreyfingu í salnum með Hildi.

Á Tröð og Seylu byrjaði vikan á aðlögun sem hefur gengið mjög vel á báðum deildum og börnin að aðlagast nokkuð vel inn í leikskólann. Við bjóðum börnin og foreldrana velkomna á Holtakot.

Á eldri deildum er allt að detta í rétta rútínu með skólahópsverkefnum og fleiri verkefnum sem tilheyra leikskólastarfinu eins og að vinna með uppbyggingarstefnuna og fleira skemmtilegt.

Í næstu viku fara eldri deildarnar að fara aftur í sundkennslu og hreyfingu í Ásgarði sem er mikið fagnaðarefni.

Á Mýri byrjuðu börnin nýja árið með honum Lubba vini okkar sem var að kenna þeim um málhljóið Bb.

Við enduðum svo vikuna á því að hafa vasaljósa og náttfatadag á öllum deildum. Á Hliði og Tröð er ávallt mikil gleði á þessum degi enda fátt meira spennandi en að fá að koma í kósýfötum í leikskólann og leika með vasaljós í myrkrinu. Eins og myndirnar sýna eru börnin ótrúlegir snillingar í leik og vasaljósin voru notuð á marga vegu í leik í fataklefanum og inni á deild.

Við tökum glöð og bjartsýn á móti þessu nýja ári og fögnum því að sólin hækkar á lofti smátt og smátt.© 2016 - 2021 Karellen