news

Góður gestur í heimsókn

11. 09. 2020

Fimmtudaginn 10. september fengum við góðan gest í heimsókn á Holtakot. Gesturinn heitir Dimma og er kanínustelpa. Eigandi Dimmu, hún Hafdís, matráður Holtakots, ákvað að koma með hana í heimsókn og leyfa börnunum að skoða hana.

Börnin voru himinlifandi með heimsóknina enda ekki á hverjum degi sem maður fær að hitta litla sæta kanínu. Ein deild í einu fékk að skoða Dimmu litlu í útiveru, nema litlu krílin á Seylu sem fengu að skoða hana inni í fataklefanum.

Börnin týndu fíflablöð fyrir gestinn sem smakkaði örlítið á góðgætinu sem þau höfðu upp á að bjóða.

Börnin á Mýri voru mjög áhugasöm og plöntuðu sér fyrir framan búrið hennar til þess að skoða hana nánar og Dimma var voða forvitin um börnin.

Eldri börnin fengu að skoða Dimmu nánar og höfðu orð á því hvað hún væri krúttleg og mjúk.

© 2016 - 2020 Karellen