news

Gönguferð í góðu veðri

07. 04. 2020

Börnin á Mýri skelltu sér í gönguferð í morgunsárið á nesinu okkar fagra. Þau stóu sig með eindæmum vel í gönguferðinni enda heilmiklir dugnaðarforkar þessi flottu börn.

Þau komu við á leikvelli í vettvangsferðinni þar sem þau léku sér um stund, enda vantar ekki leikvellina þegar farið er í gönguferð um Álftanesið.


Börnin á Tröð og Hliði skelltu sér líka út í göngutúr í veðurblíðunni og komu við á leikvöllum og að sjálfsögðu kíktu þau eftir böngsum í gluggum á leiðinni.

Litlu krílin á Seylu voru inni í rólegheitum í morgun en enduðu svo daginn á því að fara út eftir kaffitímann.


© 2016 - 2020 Karellen