news

Heitt súkkulaði og smákökur

26. 11. 2020

Snillingarnir í eldhúsinu hugsa vel um okkur alla daga. Þær bökuðu dýrindis smákökur og gerðu heitt súkkulaði sem við fengum í nónhressingunni í dag.

þetta hefur alltaf verið hefð á þessum degi en í dag hefði átt að vera opið hús en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu þá fengu foreldrar ekki að vera með á þessum degi en við gerðum okkur glaðan dag samt sem áður og héldum okkar eigið opið hús.

Okkur er nú farið að hlakka til að geta boðið foreldrum að koma til okkar og upplifa alla þá gleði sem hér ríkir. En þangað til þurfum við að hafa hægt um okkur og gleðjast saman á rafrænan hátt.

© 2016 - 2021 Karellen