news

Litlir loðnir gestir

22. 02. 2021

Föstudaginn 19. febrúar fengu börnin á eldri deildunum góða gesti til sín þegar tveir ferfætlingar komu í heimsókn, þær Nía og Embla.

Nía er 9 ára gömu Chihuahua tík og Embla er bara rétt 3 mánaða Shihtzu hvolpur og algjöf fjörkálfur, en eigandi þeirra er Ragnhildur leikskólastjóri.

Tíkurnar eru hinir mestu ljúflingar og voru alveg til í að leyfa börnunum að klappa sér og halda á sér enda eru þær alvanar börnum og vanar að vera í kringum stóran barnahóp.

Það vakti heldur betur kátínu hjá börnunum að fá þær í heimsókn og fá að klappa þeim og knúsa. Þær fá svo að koma aftur í heimsókn til okkar seinna og fá að heimsækja börnin á Mýri einhvern daginn fyrir hádegi þar sem að flestir á Mýri voru í hvíld akkúrat þegar þær komu í heimsókn.

© 2016 - 2021 Karellen