news

Skemmtilegt að vinna á leikskóla

19. 11. 2021

Okkur á Holtakoti vantar starfsfólk til starfa. Þessi auglýsing er ansi skemmtileg því hún segir svo margt um hvað það er gaman og gefandi að vinna á leikskóla. Hjá okkur ríkir góður starfsandi og erum við afar samstilltur hópur. Við höfum öll það sameiginlegt að elska vinnuna okkar og okkur hlakkar svo sannarlega til á hverjum morgni að taka á móti gullmolum og eyða deginum með þeim. Ef þið vitið um einhvern sem er ábyrgur, ljúfur og elskar að knúsa og fá knús þá endilega beinið þeirri manneskju til okkar.

© 2016 - 2021 Karellen