news

Söngstund með Stuðsveitinni Fjör

28. 05. 2020

Í morgun, 28. maí, var síðasta söngstundin á þessu skólaári með Hans Guðberg og félögum úr Stuðsveitinni Fjör. Þeir hafa ekkert komið til okkar síðan fyrir samkomubann og þótti ómögulegt að hitta okkur ekkert áður en allir fara í sumarfrí. En við deyjum ekki ráðalaus og því var ákveðið að hafa sameiginlega söngstund fyrir báða leikskólana í útiveru á Krakkakoti. Börnin og starfsfólkið af Hliði, Tröð, Mýri og 2018 börnin á Seylu fóru yfir á Krakkakot og tóku þátt í söngstundinni en allra yngstu krílin á Seylu sem fædd eru 2019 urðu eftir á Holtakoti í rólegheitum á meðan. Þetta var auðvitað heilmikið fjör eins og alltaf þegar þeir félagar mæta í söngstund með hljóðfærin, söng og gleði að vopni. Við þökkum þeim kærlega fyrir veturinn og hlökkum til að sjá þá hressa og káta að vanda á næsta skólaári.

© 2016 - 2020 Karellen