news

Vinastund í útiveru

08. 05. 2020

Þá er fyrsta vikan liðin undir lok eftir skerta viðveru í leikskólanum síðustu daga og lífið hefur að mestu gengið sinn vana gang að nýju innan veggja leikskólans. Með hækkandi sól nýtum við útisvæðið eins og hægt er enda finnst börnunum fátt skemmtilegra en að fá að fara út að leika sér í góðu veðri.

Eftir hádegi í dag, fyrir nónhressingu komu börnin og starfsfólkið saman úti í stóra leikskólagarðinum í vinastund í kringum fánastöngina okkar. Börnin höfðu auðvitað engu gleymt og sungu af mikilli innlifun og gleði eins og þeim er lagið.

© 2016 - 2020 Karellen